<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 08, 2003

Sælt veri fólkið, held að ég sé loksins búin að jafna mig eftir djamm djamm djamm djamm djamm og aftur djamm. Það má segja að fyrstu vikurnar hérna á Bifröst hafi borið einkenni mikilla og skemmtilega viðburða. Skólafélagið er að standa sig svaka vel og er í einu orði sagt ofvirkt. En ekki bara djamm samt ég verð nú að segja að það sé líka búið að vinna nokkur verkefni hérna. Ákvað að fara ekki í borgarferð þessa helgina, við stelpurnar hérna í Bollakotinu ákváðum bara að hafa kósí helgi og rumpa af nokkrum verkefnum sem þarf að skila eftir helgina. Ég bara verð að segja að þetta var bara mjög kósí mósí. Næstu helgi er svo Hausthátíðin sem er árlegur viðburður og maður verður víst að mæta þar sem ég gerðist ekki svo fræg að mæta í fyrra. Ég er rosalega sátt við húsnæðið þetta árið. Meira að segja þarf ég ekki á bíl að halda þar sem maður býr bara við hliðina á skólanum, þvílík tilbreyting.

Anyways catch u later, aligator.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?