<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, apríl 05, 2003

Jæja ég held ég sé búin að slá met í að vera lélegur bloggari. Annars er búið að vera nóg að gera hjá minni. Er sko byrjuð í prófum búin með 2 og á 3 eftir sem verða víst að vera tekin með stæl þar sem sá grunur læðist að mér að ég hafi ekki verið beint að dúxa í þessum 2 sem eru búin. Annars skellti ég mér í sólarhringsferð í borgina eftir að hafa verið í sveitinni í talsvert langan tíma eins og 3 vikur eða svo. Ekki gott fyrir heilsuna held ég að vera einangraður svona lengi í sveitinni, þar sem ég tel mig vera eitt mesta borgarbarn sem fyrir finnst hér á landi. Það var mjög fínt í borginni, kíkti á kaffihús með henni Lilju, sátum og röbbuðum heillengi á apótekinu þar sem okkar fasti staður var bara troðinn. Það var svo sem ágætis staður nema að ég gef ekki mikið fyrir þjónustuna þar. Kíkti svo á hana Hildi og "lillan" hennar. Algjört rassgat. Svo langar mig að koma á framfæri hamingjuóskum til Fanneyjar og Kidda. Þau eignuðust sitt annað barn á fimmtudagsmorguninn. En annars ætla ég að snúa mér að öðrum málum en barneignum þar sem ég virðist vera bara sú allra seinasta af vinkonum mínum, ég á þó nokkrar hér og þar sem eru enn barnlausar. Kom aftur í sveitina í gærkvöldi og viti menn ég sem ætlaði að vera duglegust í heimi og fara að læra fyrir prófið á mánudaginn var bara dregin að spila party og co, sem er bara dáldið magnað spil. Það þarf samt ekki að segja neitt meira en að við Lísa unnum stórglæsilegan sigur!!!! Við Lísa dreyptum á smá hvítvíni svona á meða spilinu stóð.........sem endaði bara ágætlega nema að heilsan var víst ekki í besta ástandi hjá henni Lísu skvísu, ég slapp samt merkilega vel og var bara vöknuð fyrir hádegi að læra. Dugnaðurinn að drepa mig hehe. Annars ætla ég bara að kveðja í bili,

bæjó.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?