<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 12, 2003

úff hvað maður er nú búin að vera latur við að skrifa á bloggið. Það svo sem hefur ekki gerst mikið undanfarið, bara þetta venjulega, verkefnavinna og það allt. Búin að djamma svolítið vel undanfarnar helgar. Bæði of mikil drykkja og mikil þreyta í gangi. Næsta laugardag verður árshátíðin, sem átti að vera 22. feb en var frestað. Þannig að maður er nú búin að vera með bjútí svona síðastliðna viku, litlu sætu folaldastelpurnar á Varmalandi eru búnar að vera að dekra við mig eins og ég veit ekki hvað. Á mánudagskvöldið þá var maður bara tekin og lituð andlitshár, þ.e. augabrúnir og augnhár það var hún Sigga (rjómi) snyrtidama sem tók að sér það hlutverk. Í gær var svo litað höfuðhár, og var það Lísa le skvís sem spliffaði það. Takk elsku litlu folöldin mín!!!!!!!!

Annað mál hann Hilmar gæ á ammæli í dag!!! Til hamingju HILMAR.... Það var sko kökuboð klukkan 12 á miðnætti í gær þar sem hún Tótla var svo yndisleg að baka eitt stykki köku. Annars heyrði ég af andlegum styrk sem kom frá sjónvarpsherberginu sem er víst ómissandi við kökubaksturinn (Maja, við getum sagt að þú hafir verið ómetanlegur styrkur í kökugerðinni)
Eníveis, blogga seinna, bæjó
Íris

This page is powered by Blogger. Isn't yours?