<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 16, 2003

Jæja þá er ég loksins komin með tölvuna mína eftir mikið þras og þrýsting á þetta blessaða fyrirtæki að klára að gera við hana. Náði báðum prófunum mér til mikillar ánægju. Það var nú samt ekki mikil ánægjan hjá mér þegar ég var á leiðinni upp í sveit síðasta sunnudag, við skvísurnar (ég, Lísa og Sigrún) lentum aðeins utanvegar svona í tilefni dagsins, sem betur fer meiddist enginn og bíllinn aðeins affelgaður á 2 dekkjum, hinir yndislegu lögreglumenn í Borgarnesi komu okkur til aðstoðar og redduðu mætum manni út byggðinni til að gera við dekkin til að við kæmust alla leið á Varmaland. Það leið nú ekki nema tæpur sólarhringur þegar við stúlkurnar vorum á leiðinni heim á mánudag að við keyrðum fram hjá einum Varmlendingi sem hafði lent útaf og velt á hliðina svo það er eins gott að fólk fari nú varlega hérna í Borgarfirðinum. Er í bænum fram á sunnudag þar sem pabbi minn á afmæli á laugardag. Svo að endilega látið þið heyra í ykkur.
bæjó.
Íris

mánudagur, janúar 13, 2003

Hæ allir saman er í skýjunum at the moment, ég náði arðsemisgreiningunni.... vei vei vei vei vei svo að námslánin eru safe í bili....:) Á eftir að fá einkunn úr reikningshaldinu svo að ég verð bara að bíða róleg... ef ég næ ekki sko þá verð ég að taka námskeiðið aftur. En vonandi þarf ekki að koma til þess. Allavega bæjó í bili er sko með tölvuna hennar Lísu þar sem mín tölva er í Reykjavík í viðgerð.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?