<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 02, 2003

Jæja þá er maður búin með arðsemisgreiningu, fyrsta úrbótaprófið af tveim one to go. Ég er ekki alveg viss hvernig þetta gekk allt saman en ég er að læra að vera bjartsýnn einstaklingur, þó svo að það hafi ekki gert mikið fyrir mig áður en þetta kemur allt saman. Er að undirbúa seinna prófið sem er reikningshald sem er algjörlega ekki að meika það sem uppáhaldsfagið mitt. En hann Bragi er búin að vera svo einstaklega ljúfur og góður að hjálpa okkur stelpunum að læra. Honum var bara kippt úr rútunni frá Akureyri til að aðstoða. Annars er bara allt eins það á að vera hérna í sveitinni fyrir utan eldhús dauðans sem var orðrétt orðið grænt og fínt yfir jólin þar sem ég bý með svo gáfuðu fólki að því dettur ekki í hug að það er til nokkuð sem heitir rotnun í heiminum. Anyways þar sem ég er svo klígjugjörn þá gat ég ekki komið nálægt þessu eldhúsi án þessa að kúgast eins og fífl, ákvað hún Tótla skvísa að útrýma grænu slikjunni sem lá yfir vaskinum fína.
Í tilfefni þrettándans var haldið stjörnuljósakvöld á suðursvölum Varmalands og jólin kvödd með stæl. Stelpur þetta var gasalega flott.
Það er samt sem áður hálf tómlegt hérna á 1.hæðinni þar sem hún Lísa er ekki mætt á svæðið enn vegna gríðalega góðs gengis á prófum þá þarf hún ekki að mæta fyrr en skólinn byrjar (annað en ég). En þetta gengur vonandi, maður verður bara að taka þetta með stæl er það ekki?
Vegna svefnleysis undanfarna daga þá er ég að hugsa um að henda mér í bólið so see u later, bæjó.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?