<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, desember 27, 2002

Vá hvað tímin er búin að líða hratt, ég hef alveg gjörsamlega gleymt að skrifa ykkur. GLEÐILEG JÓL allir saman. Allavega þá eru jólin búin að vera ógó kósí fyrir utan það hvað það er ömurlegt að þurft að sitja heima og lesa reikningshald yfir jólin, hefði átt að gera eins og Tótlan var að stinga uppá að pakka bókunum inn og setja undir jólatréið þá væri kannski skemmtilegri lesningin. Þetta voru nú hálf skrítin jól sem voru hálfpartin kláruð á speedy gonzalis tíma þar sem bróðir minn þurfti að fara að vinna klukkan 8 og pabbi kom hlaupandi klukkan 6 til að ná matnum og opna nokkra pakka áður en hann brunaði aftur í Kópavoginn á hin skemmtilega stað Læknavaktina þar sem var múgur og margmenni. Annars voru pakkarnir gasalega flottir, maður er orðin svo tæknivæddur að helmingurinn af jólagjöfunum voru fylgihlutir fyrir the go away computer ( fartölvu fyrir þá sem eru ekki með Varmalandshúmorinn á hreinu). Ein af flottustu gjöfunum mínum var svo flíspeysa frá 66° norður og viti menn Lísa haltu niðrí þér andanum......ÞAÐ ER EINS PEYSA OG LÍSA Á.... og ég kom ekki nálægt því að velja hana, hvað er málið???? Við tvíburnarnir verðum flottar á næsta ári hehe. Ég gerðist svo fræg í gær að skella mér í bíó á Lord Of The Rings ekkert smá flott, stóðst alveg væntingar, fyrir utan hvað hún er löng sem er ekkert verra ef það væri loftræsting í þessum blessuðu bíósölum, ég hélt ég myndi gersamlega andast í lokin þegar allt súrefni var uppurið í salnum. Er að hugsa um að skella mér á djammið annað kvöld þar sem foreldrar mínir eru að hugsa um að halda smá teiti þar sem frænka mín sem fluttist til Flórída í sumar er á landinu. Það verður mikið drukkið og djammað. Annars er ég að hugsa um að henda mér í Reikningshaldið eina ferðina enn heyri í ykkur sem flestum fyrir áramót.
Bæ í bili,
Íris

This page is powered by Blogger. Isn't yours?