mánudagur, desember 02, 2002
Jæja þá er maður afsveitaður í bili, búin að vera í bænum í rúma viku og það er bara helvíti fínt. Próflokadjammið er ekki til að tala um þar sem ég man ekkert eftir því svo að það er bara búið mál. Skemmti mér þó mjög vel í partýinu hjá honum Bjarka. Bjarki minn þú stóðst þig eins og hetja. Frétti reyndar að það hefði eyðilagst borð hjá þér :( Allavega þá er bara ekki mikið búið að vera í gangi svo sem, ætlaði bara að láta vita að ég er enn á lífi. Helgin fór bara í bíó og aftur bíó með smá pool inn á milli. Reyndar er alveg ótrúlegt hvað maður getur ekki þverfótað fyrir Varmlendingum. Hitti hann Bjarka í bíó á föstudag og svo á laugardag ákvað ég að fara í pool í keiluhöllina og hver er á næsta borði það voru engir aðrir en Bragi plebbi og Hjörtur litli sörensen og sýndu snilldartakta í leiknum. Held að kúlurnar eigi að fara í götin á borðinu strákar :P eða þannig lærði ég það allavega. Sunnudagurinn fór í mikin kjaftagang þar sem ég hitti hana Lísu mína (sem ég by the way var alveg komin með fráhvarfseinkenni vegna einkennilegs skilnaðar okkar síðustu vikuna) þetta var alveg eins og það á að vera sátum einvherja 2 tíma og stoppuðum ekki. Lísa mín þetta var alveg einstök ferð. Svakalegur dugnaður búin að vera í gangi í misserisverkefninu sem ég er að vinna þessa dagana hér í holu einni í kjallara (get eiginlega ekki gefið meiri upplýsingar þar sem þetta er háleynileg aðgerð). En verkefnið er allt að koma til aðeins vika í að við eigum að skila þessu og svo er það málsvörnin þar sem nokkrir kennarar taka sig til og hakka verkefnið í sig og setja víst út á hvert smáatriði, en það verður svo sem að koma í ljós hvernig þetta verður allt saman. Ég kemst þó í jólafrí eftir 17 desember þar sem ætlunin er að gera heiðarlega tilraun til drykkju með MINNI (muna allt það er mjög mikilvægt þessa dagana).
En krakkar mínir veriði sæl að sinni........
Íris
En krakkar mínir veriði sæl að sinni........
Íris