fimmtudagur, nóvember 14, 2002
Hæ litlu snúllurnar mínar. Ég hef ekkert voðalega mikið að segja ykkur, en eitt stendur upp úr. Ég er komin með 180 cm breitt rúm og þykir voðalega gott að sofa þessa dagana, sem er reyndar ekkert voða gott mála þar sem prófin byrja víst á morgun og standa til næsta föstudags. Ég er alveg að verða stressuð þar sem að það er ekkert upplestrarfrí í þessum skóla. Búin að vera í venjulegri verkefnaviku, reyndar með smá tilhögun þannig að við eigum að geta haft smá tíma seinnipart vikunnar til að undirbúa okkur aðeins fyrir þessa blessuðu törn. Allavega þegar að prófvikan er búin kem ég brunandi í bæinn og ætla mér að detta allasvakalega í það, ef einhver hefur áhuga á svoleiðis þá er um að gera að hringja bara í mig, eins flest ykkar vita þá hef ég mjög gaman að því að djamma. Svo tekur við annasamt starf í misserisverkefni vikuna eftir próf, vinnum allavega eina vikuna í bænum svo að ég kem aðeins úr sveitinni svona í rannsóknarleiðangur.
En bæ í bili ætla að hella mér í bækurnar,
Íris
En bæ í bili ætla að hella mér í bækurnar,
Íris
sunnudagur, nóvember 10, 2002
Hei já by the way, mér finnst þið ekki alveg nógu dugleg að skrifa í gestabókina mína, þetta er farið að vera soldið sad. Það þarf ekkert að svara öllum spurningunum endilega, bara endilega tjáið ykkur krakkar mínir :)
Jæja ég er ekki að meika það sem bloggari það er nokkuð ljóst. Annars er allt fínt að frétta skellti mér í bæinn eftir frekar viðburðalitla skólaviku, endalaus verkefni að venju. Fór í vísindaferð á lögfræðiskrifstofuna LOGOS, geðveikt flott stofa, það væri ekki verra að vinna þar :) Allavega nóg af léttum veitingum í boði (þá sérstaklega hvítvíni) sem var ekkert voða sniðugt þar sem ég var ekkert búin að borða og rauk þetta beint upp í haus með misjöfnum afleiðingum. Allavega Þórunn mín sá um að koma mér heim eftir ferðina. Skellti mér svo í bíó á ekki skemmtilega mynd ( The Road to P....eitthvað) ekki sóa peningum í hana. Restin af kvöldinu frekar róleg bara þar sem ég var orðin gasalega þreytt eftir allt þetta hvítvín. Skellti mér svo í sveitina á laugardaginn og þið sem voruð að reyna að hringja í mig ég heyrði ekkert á leiðinni vegna mikils söngs yours truly :) Settið er komið heim frá Flórída en þar sem ég er að fara að byrja í prófum sé ég ekki fram á að hitta þau né annað fólk fyrr en eftir svona 1/2 mánuð. Verð samt í bandi u all.
love Íris
love Íris