<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 14, 2002

Hæ komin í sveitina aftur. Brjálað gaman um helgina. Skellti mér í bíó á föstudaginn á Insomnia ekkert gasalega spennandi:( Svaf alveg helling, svaf hálfan laugardaginn. Hildur vakti mig að vanda til að draga mig með sér eitthvað skemmtilegt. Keyrðum á Selfoss að heimsækja Maju og Heiðar sem voru að passa 4 börn frænku sinnar. Horfðum þar á hörmungar laugardagsins þar sem Íslendingar voru teknir í rassgatið að fáklæddum skotum. Það var reyndar mjög gaman að keyra niður laugarveginn þar sem skotarnir voru búnir að hertaka allt sem gætu kallast barir á Laugaveginum. Þeir sungu og moonuðu á milljón. Svo fór ég heim að borða og ákvað að drífa mig á djammið bara með Þóri bróðir. Drukkum alveg helling og fórum svo á NASA þar sem ég hitti Bifrestinga í langebaner. Sérstaka athygli vakti þó Lísa skvísa fyrir frábæra takta á dansgólfinu :) (skotarnir skotnir í henni mar). Annars var Íris orðin soldið ölvuð um 4 leytið svo að ég dreif mig bara heim í bælið eftir langt og skemmtilegt kvöld. Vaknaði svo við yndislegan ilm úr eldhúsinu þar sem mamma var að baka sín frægu skinkuhorn. Rebekka borðaði eins og hún í sig gat látið þar sem hún hafði áhyggjur að ég myndi taka öll hornin með mér í skólann. Mamma hetja bakaði þrefalda uppskrift handlama, engum hefur tekist að detta eins og konan. Hún datt af stól og ég svei mér þá held að hún hafi eyðilagt eitthvað sem heldur öxlinni uppi. Kom mér svo ekki upp á Varmaland fyrir en seint í gærkvöldi og var horft á einn friendsþátt er komin með 3 þáttinn í nýju seríunni svo að það var ekki leiðinlegt. En nú er er ein önnur vikan byrjuð vei vei vei..............

This page is powered by Blogger. Isn't yours?