miðvikudagur, október 02, 2002
Hæ allir, ég hef ekki haft tíma til að skrifa neitt fyrir ykkur en ég er loksins búin að jafna mig á þynnku helgarinnar. Var að læra til kl 5 aðfaranótt þriðjudags og var ákveðið að vinna upp tapaðan svefn í gær. Fyrir utan óþarflega leiðinlega kellingu sem býr á miðhæðinni á Varmalandi þá náði ég bara ágætis svefn. Til að útskýra þetta mál með þessa kellingu þá er hún held ég eitthvað sækó, hún kemur fram þegar það er grafarþögn í húsinu, allir að læra og öskrar fram á gang að hætta þessum látum!!!!!!! ???????????? Hvað er það, ég held að hún heyri bara einhverjar raddir sem enginn annar heyrir, en allavega svo kvartar hún og kvartar við skólastjórann á Varmalandi og við Bragi erum kölluð á fund til að koma því til skila að vera ekki með svona mikil læti. Djöfulsins vesen. Fórum á fund í síðustu viku og erum búin að biðja um fund aftur í þessari viku með framkvæmdastjóra Bifrastar og skólastjóra Varmalands til að leiðrétta þessi "læti". Kellingin tók greyið Lísu og náði upp úr henni númerunum okkar Braga til að geta hringt í okkur og guess what hún hringdi í mig en sem betur fer var ég sofandi (eða sem betur fer fyrir hana), hún hringdi í Braga og hótaði að kalla á lögregluna næst hahahaha sjáiði fyrir ykkur lögguna í Borgarnesi keyra upp á Varmaland vegna láta og svo kemur löggiman og heyrir engin læti. Annars sagði Bragi henni bara að hringja það væri svo sem ekkert sem við gætum gert. En annars er allt gott að frétta er búin að koma mér í misserisverkefnishóp loksins, til útskýringar þá er þetta huge verkefni sem er gert eftir próf í nóvember og er sona rannsóknarverkefni. Síðan er málsvörn þá þurfum við að verja verkefnið okkar fyrir kennurum og einhverjum aðilum rétt fyrir jól. Það er alveg nóg að gera sjáiði til. verkefnaskil á hverju degi og svo er ég að fara í mitt fyrsta próf á þriðjudaginn næsta í fagi sem heitir Arðsemisgreining (jafnskemmtilegt og það hljómar) væntanlega fyrsta fallið á Bifröst en við sjáum til ég vona að ég geti lært nóg fyrir prófið sem getur verið vandamál vegna verkefnaskila.
Er reyndar að fara á skálakvöld í Hreðavatnsskála á fimmtudaginn þar sem lögfræðideildinn er með eitthvað létt djamm. Byrjum á því að fá okkur pizzur og bjór og svo sjáum við til hvað verður úr. Veit ekki ennþá hvort ég komist í bæinn næstu helgi þannig að þig fylgist bara með gott fólk.
Er reyndar að fara á skálakvöld í Hreðavatnsskála á fimmtudaginn þar sem lögfræðideildinn er með eitthvað létt djamm. Byrjum á því að fá okkur pizzur og bjór og svo sjáum við til hvað verður úr. Veit ekki ennþá hvort ég komist í bæinn næstu helgi þannig að þig fylgist bara með gott fólk.
mánudagur, september 30, 2002
Kannast vid thetta problem!
sunnudagur, september 29, 2002
Hvað er að manni? Alltaf þarf maður að fá frábæra hugmynd að fá sér "aðeins" í glas. Við erum 6 hérna um helgina af 17 og 4 aðilar ákváðu að fá sér bara einn laufléttan. En það endar víst alltaf öðruvísi en planið var upphaflega. Ég er sem sagt vibbaþunn eftir Tequilað hans Hjartar (takk Hjörtur) og restina af bjórnum mínu sem reyndar voru bara 2 og snilldarráðið hennar Þórunnar að drekka Bakkardi Lemon út í sítrónukristal, ég mun sem sagt aldrei aftur drekka sódavatn meðan í lifi. Annars bjargaði Lísa deginum þegar ég þorði loksins að stíga framúr rúminu mínu (í fína herberginu sem ég var að breyta og stækkaði um helming við það) þá var Lísa yndi að fara að elda þynnkumat handa liðinu. Lísa er sem sagt hetja helgarinnar bæði fyrir þynnkumatinn og kalla kjúlla sem hún eldaði á snilldarlegan hátt í gærkvöldi.Lísa þú bjargaðir lífi mínu. Besti kjúllaréttur sem ég hef smakkað í langan tíma. Hins vegar var planið að vera hér um helgina til að læra eitthvað þar sem ég þarf að skila ritgerð eftir helgina en ekki þynnka. Reyndar á Bragi stóran þátt í björgunaraðgerðum hann fann fyrsta þáttinn nýju friendsseríunni og sendi mér. Jæja best að fara að snúa sér að vinnuréttarritgerðinni. CU people.